Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 439 1.190 kr.
spinner

Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus

1.190 kr.

Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2012 439 1.190 kr.
spinner

Um bókina

Meistaraverk mexíkóskra bókmennta eftir Elenu Poniatowsku, einn af merkustu rithöfundum Rómönsku Ameríku, er komin út á íslensku. Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus segir frá ævi og örlögum fátæku indíánakonunnar Jesúsu Palancares á stormasömum tímum í Mexíkó.

Jesúsa er hörð af sér og býður öllum birginn. Móðurlaus eltir hún föður sinn í mexíkósku byltingunni og giftist höfuðsmanni sem misþyrmir henni. Hún verður fljótlega ekkja og hrekst til Mexíkóborgar þar sem hún vinnur vanþakklát störf hinna fátæku. Ævisaga hennar lýsir ótrúlegri lífsbaráttu; Jesúsa er á jaðri samfélagsins, skuldar engum neitt og gefst ekki upp – hún er engri lík.

Þessi sérstaka og áhrifamikla saga hefur verið gefin út hátt í fjörutíu sinnum í Mexíkó og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Poniatowska hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.

María Rán Guðjónsdóttir þýddi.

7 umsagnir um Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning