Höfundur: Helgi Björnsson

Jöklar á Íslandi er mikið rit byggt á áratuga rannsóknum Helga Björnssonar og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands og víðar.

Bókin lýsir jöklum þessa lands og sambúð þjóðarinnar við þá frá upphafi byggðar til okkar daga, hvernig jöklar hafa mótað landið og eytt. Bókin segir sögu þekkingar­öflunar og skilnings á jöklum frá því fyrst var farið að rannsaka þá fram til nútímarannsókna. Rakin eru spor löngu horfinna jökulbreiða, hulunni svipt af landinu undir jöklum Íslands og greint frá líklegri framtíð þeirra.

Helgi Björnsson er á meðal fremstu fræðimanna á sínu sviði. Í hartnær fjóra áratugi hefur hann unnið að jöklarannsóknum á Íslandi og kynnt almenningi rannsóknir sínar með fyrirlestrum og fræði­greinum. Á ferðum sínum um Ísland skilur Helgi sjaldan myndavélina við sig, og því falla ljósmyndir og texti saman í eina heild í þessari bók.