Ræður Ásmundar eru löngu orðnar stór og mikilvægur hluti höfundarverks hans og eru reyndar sér kapítuli út af fyrir sig og því má segja að útgáfa á safni þessu sé löngu tímabær. Ræðurnar hefur Ásmundur flutt jafnt hérlendis sem erlendis og eru þær flestar birtar bæði á ensku og íslensku, auk þess eru fáeinar á þýsku. Það er Viðar Þorsteinsson MA sem hefur ritstýrt þessu merka riti af nákvæmni og einlægni. Hugleiðingar Vals Brynjars Antonssonar fylgja og bókinni þar sem hann leggur út frá ræðulist Ásmundar. Þar segir meðal annars: “Ásmundur gefur fólki aldrei tilefni til að hneykslast á ræðum sínum. Hann er hátíðlegur og kurteis, glaðbeittur og hreinskiptinn, en mörgum finnst þessar ræður mjög óþægilegar. Órói fer um salinn. Fólk streymir í burtu, fer á klósettið, út að reykja eða man skyndilega eftir símtali. Það sem veldur óþægindunum er ekki dónaskapur ræðumannsins, heldur hitt, að hann reynir of mikið að haga seglum eftir vindi