Höfundur: Örnólfur Thorlacius

Menn hafa í um þúsundir ára kafað eftir sjávarfangi og kafarar hafa bjargað nýtum hlutum úr skipsflökum eða hrellt fjendur í hernaði. En mannskepnan er illa löguð til vistar undir vatnsborði. Hér er rakin saga þeirrar tækni sem menn hafa í aldanna rás þróað til köfunar og notað til lengri og dýpri köfunar.  Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði.  Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.

Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga.  Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.

ATH. Þessi hljóðbók er aðeins til á geisladiski sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.