Georg og Haraldur eru mjög ábyrgir drengir … þegar eitthvað svakalegt gerist í bænum eru þeir yfirleitt ábyrgir fyrir því!

Og nú eru þeir aftur komnir á kreik. Þeir eyðileggja hugvitskeppni skólans með uppátækjum sínum og búa óvart til heila herdeild af kolgrimmum, kokhraustum klósettum. Hver getur stöðvað þessi óseðjandi klósett sem ætla að taka völdin í heiminum? Það er kjörið verkefni fyrir Kaftein Ofurbrók!

Með nýjustu myndasögutækni getið þið gert myndirnar sprelllifandi! Hefur þú blaðað í brókunum þínum í dag?

Bjarni Frímann Karlsson þýddi.