Höfundur: Dav Pilkey

Nú lenda Georg og Haraldur í virkilega klístruðum aðstæðum. Nýjasta prakkastrikið þeirra fer svo mjög í taugarnar á aðalgáfnaljósi skólans, Sófusi séní, að hann brennur í skinninu að hefna sín.

En þegar Sófus hyggst umbreyta sjálfum sér í líftæknilegan ofurgaur fer allt úr böndunum – og Líftæknilega horskrímslið lítur dagsins ljós!

Tekst Kafteini Ofurbrók að hemja þessa slepjulegu ófreskju eða mun öll heimsbyggðin drukkna í viðbjóðslegu óstöðvandi nefrennsli? Varist allar pappírsþurrkur og snýtuklúta, í guðanna bænum!