Höfundar: Sam Copeland, Guðni Kolbeinsson þýddi

Kalli McGuffin á sér lygilegt leyndarmál …

Hann getur breyst í dýr.

Til dæmis fló, dúfu, og meira að segja nashyrning.

Vandinn er að þetta gerist bara þegar hann hefur áhyggjur og í augnablikinu er ansi margt sem veldur honum áhyggjum.

Bróðir hans (sem er á sjúkrahúsi)
Foreldrar hans (sem eru skelfingu lostin)
Hrekkjusvínið í skólanum (sem hefur augastað á Kalla)

Kalli þarf aðstoð bestu vina sinna til að koma böndum á þessa brjálæðislegu nýju ofurkrafta – og það undir eins.

Guðni Kolbeinsson þýddi.