Höfundur: Þórgunnur Oddsdóttir

Kári litli er hugrakkur strákur. Það er bara eitt sem hann er hræddur við. Klósettskrímslið! Svo þarf hann að pissa um miðja nótt …

Kári litli og klósettskrímslið er fyrsta bók Þórgunnar Oddsdóttur. Þetta er bráðsniðug saga fyrir krakka á aldrinum tveggja til sex ára, sérstaklega þá sem þurfa stundum að fara á klósettið.

****
„Sagan er bráðskemmtileg ... Teikningar Þórgunnar eru mjög viðeigandi og minna stundum á bækurnar um Einar Áskel. Þetta er fyrsta barnabók Þórgunnar og tekst henni mjög vel til.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Myndirnar í bókinni eru mjög flottar ... Mér finnst fyndið að Kári hugsi að það sé engin kúkalykt af klósettskrímsli þó að það sé í klósettinu. ... Ég held að bókin sé fyrir 3-6 ára krakka. Þetta er skemmtileg bók.“
Guðjón Valur Ólafsson, 8 ára / Morgunblaðinu

****
„Þórgunnur setur saman hversdagslega og æsilega sögu sem er í senn spennandi og fyndin. ... Þetta er vel heppnað byrjendaverk og víkur Þórgunnur vonandi ekki af þessari braut.“

Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið

„Teikningar höfundar eru bráðskemmtilegar, klósettskrýmslið er grænt margarma fyrirbæri með gisnar tennur og stór augu og rekur fálmarana ógnandi upp úr klósettskálum.“
Úlfhildur Dagsdóttir /