Þú ert hér://Kata

Kata

Höfundur: Steinar Bragi

„Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu: himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna.“

Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina.

Kata er saga um glæp og eftirköst hans, um óskiljanlega grimmd, ærandi sorg og stríðið milli kynjanna þar sem einungis annað þeirra hefur verið gerandi – þangað til núna. Að venju nálgast Steinar Bragi viðfangsefni sitt af vægðarleysi og snertir lesendur djúpt.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 515 2014 Verð 3.365 kr.
Rafbók - 2014 Verð 990 kr.
Kilja 515 2015 Verð 1.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

6 umsagnir um Kata

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Ótrúlega vel gert. Maður hefði ekki trúað því að einhver sem ekki hefði upplifað þetta sjálfur gæti sett sig svona vel inn í þetta. Hann hefur svo ofboðslegt vald á því sem hann er að gera. Maður þarf áfallahjálp eftir að hafa lesið þessa bók!“
  Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „…maður fær tilfinningu fyrir nístandi einsemd persónunnar og hvernig heimurinn alveg riðlast, þessu er lýst ofboðslega vel … Hann tekur þetta mál, kynferðislegt ofbeldi gegn konum, og setur það algjörlega í brennipunkt þannig að maður neyðist til þess að hugsa um það og neyðist til þess að taka afstöðu … Þetta er feykilega kröftug bók!“
  Egill Helgason / Kiljan

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Steinar Bragi hefur skrifað risastóra skáldsögu … manni er sögð æsispennandi saga af miklu valdi sem knúin er áfram af ægilegri bræði … honum liggur mikið á hjarta … Það er samtvinnun þess að hafa svona mikið vald á flóknum frásagnarhætti og stíl og jafnframt að hafa svona mikið erindi við okkur um eitthvað sem honum finnst skipta feykilega miklu máli og langar til að breyta sem knýr þessa bók áfram.“
  Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Það sem eftir stendur er stíll sem er svo yfirgengilegur í ljóðmáli sínu, svo uppáþröngvandi í hrottafengnu myndmálinu að erfitt er að standast lömunarvald hans. Eins og smjörsýra smýgur textinn inn í blóðrás lesandans og lamar hann af óhugnaði, gerir hann að sljóvguðu vitni að því ofbeldi sem á sér stað og ýtir loks við honum eins og til að spyrja „hvað ætlaru að gera í þessu?“. Eftir situr maður/kona með rauða bók í fanginu eins og blóðugar nærbuxur, einhverskonar sönnunargagn um glæpinn sem hefur verið framinn … Nákvæmni höfundar í lýsingum sínum á samfélagi sem er rotið er aðdáunarverð, Ísland er þarna, ljóslifandi en samt svo glans. Röð óaðfinnanlegra ljósmynda. Eftirlíking af eftirlíkingunni sem við köllum samfélag. Margir myndu segja að bók gæti ekki beðið um að vera meira.“
  Kolbrún Björt Sigfúsdóttir / Starafugl.is

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Kraftmikil bók sem æðir áfram með vænum skammti af þjóðfélagsrýni og tekur lesandann með sér í ferð þar sem engum er hlíft og engu eirt.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 6. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Steinar Bragi fer alla leið í Kötu, hér eru engar málamiðlanir, enginn afsláttur gefinn á vægðarlausu raunsæi og innsýn í huga persónu sem upplifir hörmulegt óréttlæti sem mótar allt líf hennar til frambúðar. Kata neyðir okkur til að horfast í augu við veruleikann í sinni ljótustu mynd. Afdráttarlaus og grimm skáldsaga um ofbeldi gegn konum sem vekur spurning sem lesandinn getur ekki leitt hjá sér.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund