Höfundur: Elízabet Speare

Kata Tyler verður að flýja frá Barbados þegar afi hennar deyr. Einu ættingjar hennar búa í Connecticut og þangað kemst hún með flutningaskipinu Höfrungnum. Það þyrmir yfir hana þegar hún sér gráa, kalda ströndina. Hér er ekkert sem minnir á lífsgleðina og hlýjuna heima við Karíbahafið.

Kötu líður afar illa með púrítönunum og það verður henni til bjargar að hún kynnist gamalli konu, Hönnu sem býr ein úti á Stóraengi. Hanna er kvekari og þangað höfðu púrítanar þess vegna hrakið hana. Þeir segja hana göldrótta og telja hana vera norn.

Sagan er ákaflega vel skrifuð og gefur góða mynd af lífi og hugsunarhætti púrítana, fyrstu hvítu landnemanna á Austurströnd Bandaríkjanna og fólki eins og Hönnu sem hugsaði öðruvísi en þeir.

Bryndís Víglundsdóttir íslenskaði og les söguna.

Hlustunartími liðlega 7 klst.