Kertin brenna niður

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 172 990 kr.

Kertin brenna niður

990 kr.

Kertin brenna niður
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 172 990 kr.

Um bókina

Tveir gamlir vinir, sem áður voru óaðskiljanlegir, fyrrverandi foringjar í her Austurríkis-Ungverjalands, hittast á ný eftir ríflega fjörutíu ára aðskilnað. Fjórum áratugum fyrr gerðist örlagaríkur atburður sem leiddi til algers skilnaðar þeirra og lagði líf þeirra í rúst. Allan þennan tíma hafa þeir beðið endurfundanna, og nú þegar ævilokin nálgast verður hinn raunverulegi sannleikur afhjúpaður.

Ungverski rithöfundurinn Sándor Márai (1900-1989) féll í ónáð við valdatöku kommúnista þar í landi, flýði til Bandaríkjanna og lést þar í útlegð 1989. Kertin brenna niður kom fyrst út í Ungverjalandi 1942, var síðan bönnuð en eftir fall kommúnismans var hún endurútgefin og hefur síðan farið sigurför um alla Evrópu. Sándor Márai er nú einn virtasti og vinsælasti höfundur álfunnar og hefur verið líkt við Thomas Mann og Gabriel García Márquez.

Kertin brenna niður er áhrifamikil skáldsaga og frábærlega skrifuð; undir kyrru yfirborði bærist söknuður og sársauki, eftirsjá eftir veröld sem var. Hún er hugleiðing um sígilt efni; tryggð og mikla ást, sannleika og blekkingu – sem situr lengi eftir í huga lesanda.

Hjalti Kristgeirsson þýddi.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning