Höfundur: Vésteinn Lúðvíksson

Vésteinn Lúðvíksson hefur á umliðnum áratug verið ötull að senda frá sér ljóðabækur sem vakið hafa verðskuldaða athygli, en fyrrum var hann þekktastur fyrir skáldsögur sínar, smásögur og leikrit. Ljóð hans eru blátt áfram en þó ekki einföld, þau fást við mikilsverða reynslu án þess að vera fyrirsegjanleg og þau vegsama fegurðina án þess að vera hátíðleg.

Ekkert er of stórt yrkisefni hér eða of smátt, fjarlægt eða nálægt. Hann yrkir um fuglana, sólina og tunglið, mennina, ástina og orðin – hrossaflugu á hraðferð, dansandi land, ropann og auðvitað kisuna Leonardó.

„Þetta er mjög skemmtileg bók og einmitt minnir mann á þennan langa og fjölbreytilega feril...“
Jórunn Sigðurðardóttir /

„Að lesa bókina er eins og að vera í för með talandi skáldi.“
Jón Yngvi Jóhannsson um Úr hljóðveri hugans

„... sindrar af hugarflugi og snerpu ...“
Skafti Þ. Halldórsson um Úr hljóðveri hugans

„Mér líður vel í þessum félagsskap. Eins og hann skapi mér hugarró – ef ekki hreinlega réttlæti ...“
Eiríkur Örn Norðdahl um Enginn heldur utan um ljósið