Höfundur: Sigurjón Pálsson

Í fjalllendi Afganistan er Hrafna Huld, starfsmaður stoðtækjaframleiðandans Ægis, að ljúka leiðangri til hjálpar fórnarlömbum jarðsprengna. Daginn fyrir heimför ákveður hún að litast um á basarnum í borginni Herat. Fyrr en varir er hún stödd í miðri skotárás á sendinefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna sem þar er einnig á ferð. Fífldjörf „íslensk“ viðbrögð hennar verða til þess að hún bjargar lífi eins senatorsins, en bæði særast illa. Yfirmaður hersjúkrahússins er talíbani og hefur hann áhrif á stöðum sem hann kýs að halda leyndum.Hann uppgötvar að líf hennar – og dauði – getur orðið ómetanlegt vopn í baráttu manna hans við einn svarnasta óvin þeirra, . . . ef réttar aðstæður hafa skapast. Hann skipuleggur ° persónur úr fortíð hennar blandast óvænt inn í atburðarásina og flækja hana.Eftir að heim kemur nær Hrafna sér af sárum sínum og heldur grunlaus áfram starfinu; þróun nýrra gervilima handa fórnarlömbum stríða.