Knattspyrnusaga Ísfirðinga

Now go add some variable products!

Knattspyrnusaga Ísfirðinga

Knattspyrnusaga Ísfirðinga

Now go add some variable products!

Um bókina

Knattspyrnusaga Ísfirðinga segir frá köppum og kvenhetjum sem stundað hafa „fótknött“ frá því fyrsti fótboltaleikurinn fór fram á Ísafirði árið 1905. Allt frá þeim tíma hefur knattspyrnan verið órofa þáttur í menningar- og félagslífi Ísafjarðar. Bókin er 366 síður, prentuð í lit og prýdd fjölda ljósmynda, sem margar hverjar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings fyrr.

Knattspyrnan á sér ríka hefð á Ísafirði. Fótboltafélag Ísfirðinga og Hvöt, fyrsta kvennaknattspyrnufélag á Íslandi, voru stofnuð árið 1914. Knattspyrnufélögin Hörður og Vestri háðu marga hildi á íþróttavellinum við Grund og síðar á Torfnesi. Vestfjarðamót voru haldin með þátttöku félaga úr öðrum byggðarlögum á Vestfjörðum og keppnislið komu víða að til keppni við heimamenn. Árangri Ísfirðinga á Íslandsmóti í karla- og kvennaflokki eru gerð skil í bókinni, frá neðstu deildum og upp í efstu.

Ísfirðingar hafa átt marga knáa knattspyrnumenn, sem lagt hafa land undir fót og leikið með fremstu liðum landsins og jafnvel erlendis. Í bókinni segir frá landsliðsmönnum Ísfirðinga allt frá því að Björn Helgason lék fyrir Íslands hönd árið 1959, þar til Matthías Vilhjálmsson og Emil Pálsson tóku sæti í landsliðinu.

Í formála bókarinnar segir: „Það var elja fótboltamannanna sjálfra, framtak ósérhlífinna forystumanna og þolinmóðra stuðningsmanna sem skóp þá árangursríku íþrótt Ísfirðinga sem fótboltinn er. Bók þessi er gefin út þeim öllum til heiðurs.“

Útgefandi Knattspyrnusögu Ísfirðinga er félag um Púkamót. Sá félagsskapur hefur staðið fyrir fótboltamóti „heldri“ knattspyrnumanna á Ísafirði frá árinu 2005. Markmiðið er að njóta félagsskapar og endurlifa glæsta tíma, en um leið að safna í sjóð til að styrkja uppeldisstarf í knattspyrnunni á Ísafirði. Púkamót stendur að útgáfu þessarar bókar, til að heiðra starf þeirra Ísfirðinga sem lagt hafa knattspyrnunni lið, innan og utan vallar, í heila öld.

Höfundur bókarinnar er Sigurður Pétursson sagnfræðingur. Hann er Ísfirðingur og Vestrapúki. Eftir hann liggur þriggja binda verk, Vindur í seglum I-III, um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum og bókin Húsin í bænum – Ísafjörður, sem unnin var í samstarfi við Sigurjón J. Sigurðsson ljósmyndara.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning