Höfundur: Björk Bjarkadóttir

Dýrin í Sólskinsskógi ætla að halda veislu en þau þurfa dálitla aðstoð. Getur þú hjálpað þeim?

Komdu, höldum veislu er bók sem gaman er að lesa saman. Um leið og þið hjálpið dýrunum að undirbúa fjöruga vorveislu þjálfar barnið málskilning sinn, stækkar orðaforðann og skemmtir sér konunglega.

Björk Bjarkadóttir er höfundur fjölmargra bóka fyrir yngstu kynslóðina. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir bók sína Amma fer í sumarfrí.

****
„Myndskreytingar hennar eru þaulunnin listaverk opnu eftir opnu en heimta aftur á móti fulla athygli og þátttöku lesanda og hugarflug í lagi.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Sagan er ljúf, ljóslifandi og heillandi. Myndskreytingin er öðruvísi, lífleg í sínum haustlitum, og á vel við söguna ... Björk hefur tekist enn og aftur að lífga upp á barnabókaúrvalið með frumlegri og flottri bók.“
Ingveldur Geirsdóttir / Mbl