Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Kristín Þorkelsdóttir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 230 | 9.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 230 | 9.390 kr. |
Um bókina
Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Kristín hefur á löngum ferli hannað urmul auglýsinga, fjölmargar bókarkápur og ýmis rótgróin merki sem hafa verið landsmönnum sýnileg á skiltum, pappír og skjáum í yfir fimm áratugi, ásamt íslensku peningaseðlunum og íslenska vegabréfinu. Að auki stofnaði Kristín og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.
Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir varpa hér ljósi á fjölmörg verk Kristínar og þeirra óskráðu sögu. Þær eru báðar dósentar við hönnunardeild Listaháskóla Íslands.