Höfundur: Sigrún Eldjárn

Málfríður og mamma hennar hafa alveg steingleymt að undirbúa jólin. Þegar Kuggur bendir þeim á þetta taka þær hressilega til hendinni og sýna að fyrir hugmyndaríkar konur er jólaundirbúningurinn leikur einn. Að lokum fá þær góða gesti og jólin halda innreið sína.

Jólaleg jól er sjötta bókin í vinsælli bókaröð um Kugg og vini hans.