Kýrin Klaufey heldur að grasið sé ávallt grænna handan hæðarinnar. Hún þvælist víða, en hvergi fær hún frið til að gæða sér á gómsætu grasinu. Að endingu finnur bóndinn hana og fer með aftur heim á bæ, þar sem vex gnægð af grasi, og kýrin étur fylli sína, muuhhhh!