Höfundur: Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

Lærum að nema er námskerfi fyrir fólk á öllum aldri, innan sem utan hins hefðbundna skólakerfis.

Í bókinni er tekið mið af þeim þáttum sem ráða úrslitum um árangur í námi. Hornsteinninn er lestrarlíkan sem felur í sér markvisst ferli við nám og hvers konar þekkingarleit, ásamt því að leiðbeint er um hugarfar, einbeitingu og ákjósanlega lifnaðarhætti. Saman við lestrarlíkanið fléttast aðrir þættir námskerfisins; glósugerð, tímastjórnun, streitu- og kvíðastjórnun og próftaka - svo úr verður ein heild.

Höfundur bókarinnar, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, byggir hér á áratuga reynslu af ráðgjöf og rannsóknum á þessu sviði. Hjá fræðslu- og ráðgjafarstofunni Nema hefur verið þróaður vefur þar sem unnið er samkvæmt námskerfinu. Bókinni fylgir veflykill sem veitir aðgang að þessu byltingarkennda hjálpartæki námsmanna í eina önn. .

Nútíminn krefst þess að fólk bæti sífellt við þekkingu sína - Lærum að nema vísar veginn að árangri.