Höfundur: Gísli Rúnar Jónsson

Hélstu að þú þekktir Ladda? Vertu ekki of viss í þinni sök.

Í hálfa öld hefur íslenska þjóðin talið sig þekkja fyrirbærið fokfyndna, sem um 70 ára skeið hefur gengið undir regnhlífarheitinu Laddi. En hver er Laddi? Ótal kenningum hefur verið kastað fram en ekki eru allir á einu máli: Því allir halda að þeir þekki Ladda eins og hann er.

Hvernig var æska og uppvöxtur mannsins sem hefur kætt okkur áratugum saman? Hvað var það sem helst mótaði þennan ástsælasta grínista okkar fjörlegu eyþjóðar?

Í þessari spennandi, einlægu og á köflum drepfyndnu bók, er sett fram þróunnarkenning um manninn, sem kom okkur til að hlæja