Höfundar: Peter Östman, Olof Barrefors, Kalju Luksepp, Lena Molin, Sture Öberg

Landafræði er þverfagleg fræðigrein sem rannsakar hvernig maðurinn nýtir auðlindir jarðar og hvaða afleiðingar sú nýting hefur. Berggrunnur, jarðvegur, vatn, loftslag og gróðurfar eru allt dæmi um ómetanlegar auðlindir en þær takmarka jafnframt framleiðslu á matvælum, orku og iðnvarningi, og einnig búsetumöguleika, samgöngur, eyðingu skaðlegra úrgangsefna o.fl. Það er því mikilvægt að skilja hvað það er sem skapar umhverfi mannsins og hvaða áhrif athafnir hans hafa á umhverfið.

Þessi bók bætir úr þeim skorti sem verið hefur á góðu kennsluefni í landafræði í framhaldsskólunum. Jónas Helgason, kennari við Menntaskólann á Akureyri, þýddi bókina. Ásamt Jónasi skrifuðu um séríslensk efni: Áshildur Linnet, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Edward Huijbens, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Torfason, Karl Benediktsson, Matthildur Elmarsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Örn Sigurðsson.