Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.

Sumarfríið er á enda og skólastarf að hefjast á ný. Lára er ofsalega spennt því í vetur eiga krakkarnir að læra um stafi og orð. Lára er dugleg að æfa sig að skrifa stafina en hún hefur ekki alveg náð tökum á því að lesa úr þeim orð.