Þú ert hér://Leikarinn – PEP

Leikarinn – PEP

Höfundur: Sólveig Pálsdóttir

Þau biðu í algjörri þögn og Alda fann spennuna í herberginu magnast. Af hverju byrjaði maðurinn ekki? Hvers vegna fór hann ekki með setninguna sína? Hún horfði stíft á hann. Hann sneri sér hægt við og augu hans flöktu eilítið frá einum stað til annars. Eitt andartak mættust augu þeirra. Þá sá hún hana. Angistina.

Þegar lokaatriðið í kvikmyndinni er tekið upp hnígur aðalstjarnan, einn dáðasti leikari landsins, niður án þess að tökuliðið í kringum hann fái neitt að gert. Lögreglan á flókið starf fyrir höndum.

Leikarinn er einstaklega fjörug og kraftmikil glæpasaga, atburðarásin hröð og persónurnar dregnar sterkum dráttum.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 284 2012 Verð 3.415 kr.
Rafbók - 2012 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / / /

4 umsagnir um Leikarinn – PEP

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Þetta er ein af þeim bókum sem maður leggur ekki svo glatt frá sér, ég kláraði hana í einum rykk. Frábær frumraun.“
  Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Persónugalleríið er fjölbreytt … vel dregnar og sannfærandi persónur … Flétta sögunnar er töluvert flókin. Margir þræðir vefjast saman og höfundur hefur fullt vald á þeim vefnaði …“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Persónusköpun Sólveigar er einstaklega góð, persónurnar, stórar sem smáar, eru sannfærandi og gætu allar búið meðal okkar samfélaginu. Sólveig skrifar líka mjög góðan texta sem rennur auðveldlega ofan lesandann. Sögufléttan er vel úthugsuð … vel gerð glæpasaga sem hélt mér spenntri alla leið til loka.“
  Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  ****
  „Áhugamenn um íslenskar sakamálasögur munu gleðjast yfir þessum nýja höfundi.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund