Höfundur: Sigurlaugur Elíasson

Lesarkir landsins er ný ljóðabók eftir Sigurlaug Elíasson. Þetta er áttunda ljóðabók höfundar en fyrsta bók hans, Grátónaregnboginn, kom út 1985. Í Lesörkum landsins er myndmálið ríkt og gjöfult, sumarljóð og glaðlegar svipmyndir áberandi; sólskin og gróður, náttúra, veiðiskapur og kímni.

Sigurlaugur er fæddur á Borgarfirði eystra 1957 en hefur búið áSauðárkróki undanfarna tvo áratugi og fengist við myndlist og skáldskap.