Geronimo Stilton er virðulegur ritstjóri Músahafnarfrétta sem þráir kyrrð og rólegheit. Samt lendir hann hvað eftir annað í æsispennandi ævintýrum á háskalegum slóðum.

Í þessum bókum má lesa um tvö slík ævintýri: Fjársjóðsleit á dularfullri eyju og ferð til Mússylvaníu þar sem dularfullur greifi býr í stórri höll og Styrmir frændi Geronimos er í vanda.

Spennandi sögur fyrir ævintýraþyrsta krakka.