Höfundur: Sigurður Hallur Stefánsson

Lífsblóm er safn ljóða og kjarnyrða Sigurðar Halls Stefánssonar, fyrrum héraðsdómara.

Hér er að finna úrval skáldskapar Sigurðar Halls allt frá því á sjötta áratug síðust aldar eða þegar hann var í menntaskóla. Í bókinni eru 160 kjarnyrði eða spakmæli sem Sigurður Hallur hefur samið um dagana.

Í þessu tjáningarformi sem hentar honum sérlega vel felst mikil lífsspeki og djúpur skilningur dómarans á gangverki tilverunnar. Lífsblóm er fyrsta bók Sigurðar Halls og hefur að geyma rjómann af skáldskap hans.