Vinsælasta sjálfsræktarbók allra tíma í nýrri útgáfu.

Sigrastu á áhyggjunum áður en þær sigra þig! Áhyggjur snerta líf okkar allra og koma niður á vinnunni, fjármálunum, fjölskyldulífinu og samböndum. Í þessari margumtöluðu og heimsfrægu bók er að finna gagnlegar leiðbeiningar um hvernig megi sigrast á áhyggjunum áður en þær sigra þig.

Dale Carnegie sýnir lesandanum hvernig þúsundir manna úr öllum þjóðfélagshópum hafa unnið bug á áhyggjum sínum og bendir á leiðir til að lifa hamingjuríku og uppbyggilegu lífi.

Meðal efnis er:

  •  Hvernig skal greina og leysa vandamál
  •  Hvernig hægt er að sigrast á þunglyndi
  •  Hvernig hægt er að forðast þreytu og varðveita unglegt útlit
  •  Lögmál sem vinnur gegn áhyggjum
  •  Að breyta ósigrum í sigra
  •  Að láta gagnrýni ekki hindra sig
  •  Sjö leiðir til að öðlast frið og hamingju