Höfundar: Ingólfur Guðbrandsson, Sveinn Guðjónsson

Lífsspegill er einstæð bók – annað og meira en venjuleg ævisaga. Texti bókarinnar er blæbrigðaríkur, skáldlegur, myndrænn og á köflum ástríðufullur. Oft hefur Ingólfur Guðbrandsson komið þjóð sinni á óvart – en aldrei eins og nú.

Í Lífsspegli fjallar Ingólfur af einstakri næmni og listfengi um atvik og endurminningar, tilfinningar og trú. Ástin og ástríður mannsins eru ofarlega í huga hans og um þau efni og önnur tjáir hann sig í fyllstu hreinskilni. Til áhersluauka bregður hann hugsunum sínum og upplifunum í ljóð.