Lína langsokkur – hljóðbók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2016 | Mp3 | 2.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2016 | Mp3 | 2.190 kr. |
Um bókina
Lína langsokkur er ætíð jafn vinsæl meðal barna, hvort heldur er í bókarformi, á leiksviði eða í kvikmyndum. Vala Þórsdóttir leikkona les hér á þremur geisladiskum þýðingu Sigrúnar Árnadóttur á verki Astrid Lindgren.
Lína á Sjónarhóli er skemmtilegasta, ríkasta og sterkasta stelpa í heimi. Hún getur lyft heilum hesti, ráðið við stæðilega lögregluþjóna og bundið tvo þjófa í einu á höndum og fótum.
Tomma og Önnu leiðist aldrei eftir að Lína flytur á Sjónarhól með apa, hest og fulla tösku af gullpeningum. Hún finnur stöðugt upp á einhverju sniðugu og hikar ekki við að framkvæma það. Stundum er fullorðna fólkinu nóg boðið þegar það sér til hennar. En Lína lætur það ekki á sig fá, enda ætlar hún sér að verða sjóræningi þegar hún er orðin stór.
Hljóðbókin er um 3 klukkustundir í hlustun.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.