Litla litabókin er eftir Evu Jónínu. Hún teiknaði flestar myndirnar í bókina þegar hún var 5 ára, en nokkrar eftir 6 ára afmælið sitt.

Í bókinni eru 56 myndir, og ættu allir krakkar á svipuðum aldri að hafa gaman að því að lita þær.

Það eru alls kyns myndir í bókinni, enda fyrst og fremst hugarflug Evu sem ræður för. Mikið er um glaðlegar fígúrur af alls kyns toga.