Litlatré

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 3.100 kr.
spinner

Litlatré

3.100 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Sérvitur karlfauskur missir áttanna þegar hann er settur af fyrir aldurs sakir, en konan „sem kyndir hjarta hans“ er áfram í fullu fjöri. Saman reisa þau frístundakofa á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem þau felldu hugi saman fyrir hálfri öld. Gamli maðurinn kemur sér upp staðsetningartæki og veðurstöð, og með gangráð í brjósti hefst hann handa við smíðar, gróðursetningu og matseld á nýjum sælureit á jörð. Hann tekur ástfóstri við litlar trjáplöntur og smáa sönggjafa í móanum, en þegar loftvogin fellur og veturinn gengur í garð þarf hann að ganga á hólm við svarta hunda. Í fásinni borgarlífsins finnur hann sig knúinn til að endurskoða tilveru sína í heiminum og minnast liðins tíma. Með slitróttum dagbókarskrifum verður til heimur trega og vonar þar sem einungis gamlir bókavinir virðast veita sanna hjálp og hugsvölun — og smávinir fagrir í Hvítársíðu.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning