Þú ert hér://Ljóð af ættarmóti

Ljóð af ættarmóti

Höfundur: Anton Helgi Jónsson

Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar heyrum við raddir fólks á ættarmóti, eins og nafnið bendir til. Það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist um af samviskubiti. Hér geta allir heyrt í sjálfum sér – þú líka.

Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég lærði á klukku fimm ára.
Síðan hef ég alltaf mætt á réttum tíma.

Ég sinnti öllu sem ætlast var til af mér.
Stóð alltaf í skilum.
Var engum til ama.

Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég sat af mér lífið í ágætu starfi.

Anton Helgi hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir ljóð sín, meðal annars Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóð af ættarmóti er fimmta ljóðabók hans.

Verð 2.325 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 90 2010 Verð 2.325 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

4 umsagnir um Ljóð af ættarmóti

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Mér finnst þessi bók alveg óskaplega góð sending … [Anton Helgi] er fyndinn en líka djúpur … Ég mæli eindregið með þessari bók.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Þessi bók er sannkallaður skemmtilestur, vel heppnuð karakterstúdía, og hér sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman … Tilgerðarlaus fyndni er best og þann leik fremur Anton Helgi af fullkomnu öryggi.“
  Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Það er ekki svo oft sem maður sér í íslenskri ljóðabók lagt upp með svona ákveðna gegnumgangandi hugmynd um stíl, mér finnst það virka vel og heildarmyndin verða flott og metnaðarfull … Efnið er í senn hversdagslegt og smátt, jafnvel lítilmótlegt, og mikilvægt og stórt, jafnvel tilvistarlegt. Ég hef gríðarlegt ofnæmi fyrir öllu sem kallað er íslenska þjóðin en í þessu ættarmótsformi lifnar samt við einhvers konar þjóð, samfélag með ákveðna drætti og rætur, hversdagslega sönn og fyrst og fremst mannleg.“
  Kristín Svava Tómasdóttir / Miðjan.is

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Þetta er hollur skáldskapur. … Hér má víða hlæja en hláturinn er sprottinn af tragikómískum harmi trúðsins en ekki grodda gleðimannsins. Fín bók fyrir ferlega tíma.“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *