Þú ert hér://Ljóð orku svið

Ljóð orku svið

Höfundur: Sigurður Pálsson

Ljóðorkusvið er fyrsta ljóðabók Sigurðar Pálssonar eftir að hann lauk við fjórðu þriggja binda ljóðabókasyrpu sína árið 2003.

Það er lífsgleði, lífskraftur í þessari bók sem minnir á flugtak, nýtt upphaf. Með ljóðorku flytur skáldið lesandann upp á nýtt svið, ljóðorkusvið.

Sigurður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ljóðasmíðar sínar, hann hefur m.a. verið tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna, í tvígang til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fengið bóksalaverðlaunin í flokki ljóðabóka. Ljóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og árið 1990 sæmdi menningarmálaráðherra Frakklands hann Riddaraorðu bókmennta og lista.

Verð 2.915 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2006 Verð 2.915 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

5 umsagnir um Ljóð orku svið

 1. Árni Þór

  „… kemur vel fram hversu Sigurði lætur vel að vinna áfram hugmyndir sínar og myndmál … tök skáldsins á ljóðunum [eru] sterk og örugg … höfundi [tekst] að sýna framá að lífsgleðin er ekki síður ljóðræn uppspretta en ógleðin … Og þannig eru ljóð Sigurðar, lifandi impressjónismi, böðuð hvítri myndbreytingabirtu.“
  Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

 2. Árni Þór

  „Það er ekki óvænt hvað ljóðin í Ljóðorkusvið eru þétt, einlæg, heimspekileg, skemmtileg.“
  Geir Svansson / Morgunblaðið

 3. Árni Þór


  „Sigurður Pálsson birtist sem skáld á hátindi í þessari bók, má ég segja meistari … Ég spái henni langlífi og áhrifum.“
  Sigurður Hróarsson / Fréttablaðið

 4. Árni Þór


  „Þetta er dúndurgóð bók … nýtt upphaf í henni … nýr og ferskur … ljóð sem maður man eftir fyrsta lestur en sem halda samt áfram að dýpka þegar maður fer í bókina aftur og aftur … ein af bestu bókum ársins.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Kastljós

 5. Árni Þór

  „Ljóðin eru hljóðlát og einstaklega fögur … meitluð, knöpp og þaulhugsuð … taktföst og það er svolítill tryllingur í þeim … rík af tilfinningu … Ljóðaunnendur verða ekki sviknir skyldu þeir finna þessa bók í stígvélunum sínum eða vandlega innpakkaða undir grenitré í stofunni eftir nokkra daga en ef aðstandendur ljóðafíklanna eru svo ósvífnir að skilja þar bara eftir safapressu eða höggborvél en ekki Ljóðorkusvið Sigurðar Pálssonar þá hafa fíklarnir sko rétt á því að fara í fýlu.“
  Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Víðsjá

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund