Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ljós af hafi
Útgefandi: JPV
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 414 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 414 | 3.390 kr. |
Um bókina
Átakanleg saga um rétt og rangt – og þegar erfitt verður að greina þar á milli.
Báti skolar á land á afskekktri eyju úti á reginhafi. Um borð eru dáinn maður og grátandi barn. Vitavörðurinn og konan hans standa frammi fyrir erfiðu vali. Reglurnar eru skýrar en freistingin til að brjóta þær verður allri skynsemi yfirsterkari.
M.L. Stedman er fædd og uppalin í Ástralíu en býr nú í London. Ljós af hafi er fyrsta bók hennar. Hún var í meira en ár á metsölulista New York Times, hefur verið þýdd á um fjörutíu tungumál og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
3 umsagnir um Ljós af hafi
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… áhrifarík og dramatísk saga sem hefur dimman undirtón um stríð, ást og missi. Hún hreyfir við lesandanum, knýr hann til að taka afstöðu og krefst svara um hvort mögulegt og réttlætanlegt sé að byggja líf sitt á blekkingum og sorg og óhamingju annarra þegar eigin sálarheill er í húfi … ekki hægt að leggja hana frá sér fyrr en ljóst er hver málalokin verða.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ég ráðlegg tilfinninganæmum að hafa tvo vasaklúta við höndina þegar endirinn nálgast. Bókin er mjög vel skrifuð og lýsir á einlægan hátt því sem gerist þegar mörkin á milli þess sem er rétt og rangt verða óskýr og hvað foreldraástin er sterk, sama hvaðan barnið kemur … frábær yndislestur í sumar …“
Íris Davíðsdóttir / Fréttanetið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það er leitun að jafn vel skrifuðum persónum … óskaplega vel skrifuð bók … heillar lesandann upp úr skónum og vekur ýmsar tilfinningar. Fyrir þá sem hyggja á að lesa Ljós af hafi er hér smá viðvörun: Það er erfitt að leggja hana frá sér fyrr en í bókarlok.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið