LKL2 er framhald af bókinni Lágkolvetnalífsstíllinn sem kom út fyrr á þessu ári. Sú bók hefur sannarlega slegið í gegn og hafa þúsundir tileinkað sér þennan lífsstíl og uppskorið minna mittismál og bætta heilsu.

LKL2 inniheldur uppskriftir að morgunmat, aðalréttum og eftirréttum úr náttúrulegum og hreinum hráefnum og útkoman er bragðgóður og mettandi matur. Gunnar Már hefur samið tugi nýrra uppskrifta sem eru bæði fjölbreyttar og spennandi.