Höfundar: Styrmir Guðlaugsson, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirs

Óvænt atvik verða til þess að lóunginn Lói verður eftir þegar langbesta vinkona hans, Lóa Vera, flýgur suður um höf með hinum farfuglunum um haustið.

Lói er staðráðinn í að berjast fyrir lífi sínu og hitta Lóu Veru aftu  um vorið. Hann lendir í ýmsum hremmingum og þarf að kljást við ótal ógnir; fálkann Skugga og fleiri rándýr sem vilja koma honum fyrir kattarnef og ekki síst ískaldan heimskautaveturinn. Með hjálp nýrra vina tekst honum hið ómögulega – og meira en það!

Í framleiðslu er alþjóðleg stórmynd eftir þessari spennandi og hugljúfu sögu. Hún kemur úr smiðju þeirra sömu og gerðu Þór – Hetjur Valhallar sem er mest sótta íslenska kvikmyndin utan landsteinanna.