Höfundur: Daniel Kehlmann

Heimalningurinn og stærðfræðingurinn Gauss og heimsmaðurinn Humboldt rannsaka heiminn hvor á sinn máta, á tímum þegar enn var ekki búið að mæla og kortleggja heiminn og heimsmyndin var enn í mótun. Bráðskemmtilegt bókmenntaverk, fullt af litlum athugunum sem kitla hugann. Næst mest selda skáldsaga í heiminum árið 2006.