Höfundar: Helga Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Sigtryggsdóttir

Þessi bók er einkum ætluð þeim nemendum í framhaldsskóla sem hafa ekki náð nógu góðu valdi á íslenskri málfræði. Hún er stutt yfirlit yfir orðflokkana og tekur á nokkrum þáttum málnotkunar. Í upphafi hvers kafla eru sett fram skýr kunnáttumarkmið og kaflanum lýkur á nokkrum spurningum sem vísa til markmiðanna.