Þú ert hér://Málverkið

Málverkið

Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson

Sumarið 1944 geisar illvígt borgarastríð á Ítalíu þar sem hersveitir Mussolinis og Hitlers berjast við sóknarheri bandamanna og ítalska skæruliða. Yfirfull lest á norðurleið frá Róm verður fyrir sprengju og íslenski myndlistarmaðurinn Kristín Jónsdóttir bjargast við illan leik heim á búgarðinn San Martino í Toskana. Enska húsfrúin, Marchesa Alice Orsini, lætur hlynna að henni eins og öðrum flóttamönnum sem þar leita skjóls meðan hún bíður sjálf eftir því að bóndi hennar snúi aftur. Alice veit ekki betur en að koma Kristínar sé tilviljun, en raunar á Kristín erindi einmitt á þennan stað …

Í Málverkinu spinnur Ólafur Jóhann Ólafsson saman örlagasögur Alice og eiginmanns hennar og Kristínar og meistarans sem hún vann hjá. Átökin eru hörð í stríði milli þjóða, stríði milli einstaklinga og í því stríði sem einstaklingurinn heyr í eigin brjósti.

Ólafur Jóhann Ólafsson fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína, sagnasafnið Aldingarðinn (2006), og ein sagan, Apríl, hlaut O. Henry-verðlaunin í Bandaríkjunum árið 2008. Bækur hans hafa verið gefnar út á um tuttugu tungumálum og skáldsögurnar Höll minninganna og Slóð fiðrildanna voru báðar tilnefndar til IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunanna.

Málverkið er áttunda skáldsaga hans og sú áhrifamesta.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 323 2011 Verð 4.140 kr.
Kilja 323 2012 Verð 1.550 kr.
Hljóðbók Mp3 2011 Verð 490 kr.
Rafbók - 2011 Verð 990 kr.

5 umsagnir um Málverkið

 1. Elín Edda Pálsdóttir


  „Listilega gert málverk … málfarið stílhreint og tært. En undir fáguðu og tandurhreinu yfirborði kraumar heit ást, afbrýði, hatur og hefnd. … Fjölmargir aðdáendur hans Ólafs verða varla fyrir vonbrigðum með nýjasta sköpunarverk hans … vel skrifuð bók … fyrst og fremst skemmtileg.“
  Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

 2. Elín Edda Pálsdóttir

  „Sögusviðið dregið mjög sterkum dráttum … Frásagnartækni höfundar nýtur sín ofboðslega vel … Þetta er „pageturner“.“
  Egill Helgason / Kiljan

 3. Elín Edda Pálsdóttir

  „Besta bók Ólafs Jóhanns … Mjög góður að skrifa um konur … gríðarlega vel heppnað verk og það er gaman að lesa það.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Elín Edda Pálsdóttir


  „Yfir stíl bókarinnar hvílir einhver mildi, sem veldur því að heildarsvipur sögunnar verður ofboð fallegur, þó að greint sé frá sorgum og óhugnaði ásta og stríðs … Ólafi Jóhanni tekst ákaflega vel upp í þessari skáldsögu. Sýnilega vinnur hann úr heimildum af kostgæfni, en fyrst og fremst er Málverkið þó fagurlega skrifuð skáldsaga um örlög einstaklinga; ást, missi og eftirsjá … Eftirminnileg saga, svo vel unnin og fallega saman sett að það er hreinlega aðdáunarvert.“
  Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

 5. Elín Edda Pálsdóttir


  „Málverkið er margbrotið skáldverk þar sem pakkað er saman miklum örlögum … [Ólafur Jóhann] er flinkur að spinna þráð sem er fagurfræðilega fullnægjandi, hlaðinn spennu og rómans …“
  Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund