Fjórða bókin í myndasöguflokknum Endir. Þar skrifar Hugleikur Dagsson nýjan heimsendi í hverri bók, alltaf í samstarfi við mismunandi teiknara. Í þetta sinn er það undrabarnið Pétur Antonsson sem myndskreytir ósköpin á meistaralegan hátt. Hér segir frá einstæðri móður sem eignast lítið barn sem stækkar. Og stækkar. Og stækkar. Og stækkar.
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Það er augljóst að mikil vinna hefur farið í verkið, það er nostursamlega unnið í alla staði og ég hlakka mikið til að sjá næstu afurð frá þessum hæfileikaríka listamanni. Ég finn hreint út sagt engan galla á bókinni. Þar af leiðandi fær hún verðskuldaðar fimm stjörnur.“
Helgi Snær Sigurðsson / Morgunblaðið