Höfundur: Klaus Hagerup

Markús er bara 14 ára en samt búinn að vera skotinn í öllum stelpunum í bekknum að minnsta kosti einu sinni. Þetta veldur honum nokkrum áhyggjum, enginn annar virðist vera haldinn þessari ástsýki, síst af öllu bekkjarsysturnar unaðslegu. Sigmundur vinur hans leggur sig allan fram um að Markús nái ástum hinnar heittelskuðu hverju sinni en ráðin hans eru skrýtin og engin leið að vita hverju þau skila. Þannig þvælast Hringjarinn frá Notre Dame, Leonardo DiCaprio og Shakespeare inn í vandamál Markúsar án þess að leysa þau minnstu vitund.

Klaus Hagerup hefur skrifað fjölmargar bækur fyrir unglinga sem slegið hafa í gegn víða um heim. Markús og stelpurnar er sjálfstætt framhald bókarinnar Markús og Díana – Ljósið frá Síríus sem valin var fyndnasta bók ársins þegar hún kom út í Noregi. Þessi er jafnvel enn fyndnari!

Anna Sæmundsdóttir þýddi.