Þú ert hér://Martröð millanna

Martröð millanna

Höfundur: Óskar Hrafn Þorvaldsson

Útrásarvíkingurinn, milljarðamæringurinn og hrokagikkurinn Reynir Sveinn Reynisson finnst myrtur á hrottalegan hátt í heitum potti á ríkmannlegu heimili sínu. Fingurnir hafa verið klipptir af og fljóta í kringum hann – en það vantar þumalfingur hægri handar …

Gunnar Finnbjörnsson og félagar í lögreglunni hafa fátt að byggja á og ekki bætir úr skák að gamall skólafélagi, Hörður Sveinsson ritstjóri, birtir afrakstur rannsóknarinnar jafnharðan í blaði sínu. Smám saman þrengist þó hringurinn. Hér segir frá sturluðum lífsstíl með tilheyrandi snekkjupartíum, kókaíni og fylgdarkonum, peningaaustri og lúxusmetingi, glannalegum viðskiptafléttum, ofsagróða og háu falli. Við kynnumst líka viðskiptum við rússnesku mafíuna og demantakaupum. Stíllinn er hraður og grípandi og meðal litríkra sögupersóna má nefna siðblindanbankamann, seinheppinn leigumorðingja, lesblindan útrásarvíking og vitgrannan súlustaðakóng.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið blaðamaður og fréttastjóri á Stöð tvö og Vísi en sagði upp í kjölfar fréttaflutnings af fjármagnsflutningum útrásarvíkinga. Martröð millanna er hans fyrsta bók.

 

Verð 2.065 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 238 2010 Verð 2.065 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /