Höfundur: Guðni Gunnarsson

Hvað er athygli? Hvernig verður kraftaverk til?

Hér beinir Guðni Gunnarsson sjónum sínum að því hversu einfalt er að gera breytingar á lífi sínu og tilvist. Á afar innihaldsríkan en skýran hátt leiðir hann lesandann í gegnum sjö vikna verkefnavinnu sem umbyltir lífi allra sem henni fylgja með krafti í verki.

Bókin er notuð sem verkefnabók á námskeiðum Guðna, en hana getur þó hver sem er lesið og notað eftir eigin þörfum.