Höfundur: Ásdís Óladóttir

Mávur ekki maður er sjötta ljóðabók Ásdísar en ljóðabækur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og hlotið jákvæðar viðtökur. „Ljóðin eru vönduð og fáguð“ segir m.a. í ritdómi Eiríks Arnar Norðdahl um ljóðbók Ásdísar, Einn en ekki tveir. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta og inniheldur 33 ljóð.