Segja má að í sölum Alþingis séu lögð drög að Íslandssögunni. Leifur Hauksson hefur nú plægt í gegnum það sem sagt hefur verið í ræðustól þingsins frá stofnun lýðveldisins til loka 20. aldarinnar.

Úr því margbrotna safni dregur hann fram ræðukafla og tilsvör þingmanna sem bera vitni um fljúgandi mælsku, skarpa greind og hárfínt skopskyn, en veita um leið glögga innsýn í tíðarandann. Með leyfi forseta er í senn fróðlegur og skemmtilegur vitnisburður um veröld sem var og lykill að ýmsum helstu umræðuefnum samtímans.