Þú ert hér://Með lífið að veði

Með lífið að veði

Höfundur: Yeonmi Park

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu upplifað miklar mannraunir.

Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu.

Með lífið að veði er bók sem hefur vakið mikla athygli. Þessar mögnuðu endurminningar, sem nú hafa verið gefnar út í tugum landa, varpa ljósi á myrkustu kima Norður-Kóreu. En þetta er þó einkum saga staðfestu og hugrekkis ungrar konu sem lagði líf sitt að veði til að öðlast frelsi. Ótrúleg saga sem er í senn spennandi eins og bestu reyfarar og áminning um hve mikils virði frelsið er.

Yeonmi Park er nú einn þekktasti og um leið einn harðasti gagnrýnandi ógnarstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Vitnisburður hennar er fágætur, upplýsandi og afar mikilvægur.

Með lífið að veði er fræðandi og um leið ótrúleg saga ungrar konu sem neitaði að gefast upp.

Verð 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja - 2017 Verð 2.990 kr.
Innbundin - 2017 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /