Höfundur: Gunnar M.G.

Ferskir vindar blása milli spjalda þessarar nýju ljóðabókar Gunnars M. G. Stíllinn er kraftmikill og áræðinn, skáldið hikar hvergi við að nýta sér þann mátt sem býr í tungumálinu og leyfir textanum að hefja sig til flugs, án þess nokkurn tíma að missa jarðtenginguna. Þar liggur einmitt helsti styrkur ljóðanna, í skýrum tengslum við land og menningu, hvort sem baksvið þeirra er hraunið á Þingvöllum, auðn Möðrudalsöræfa eða rústir gamallar síldarbræðslu við Eyjafjörð. Það er nútímamaðurinn sem hefur orðið, óþreyjufullur, einn í sársauka sínum og sektarkennd, en stutt í gráa kímnina.