Bardagahandbókin er eitt mikilvægasta vopnið í tölvuleiknum Minecraft. Í henni er farið yfir hvernig má verjast árásum illra skrímsla og óþokkabrögðum samspilaranna – það mun koma sér vel!

Lærðu að byggja varnarvirki, búa til herklæði og stórhættuleg vopn, leggja lúmskar gildrur, berjast við óvini í návígi og gera árásir úr fjarlægð. Heimsþekktir spilarar gefa gagnleg ráð um bardagatækni. Þú verður Minecraft-vígameistari að lestrinum loknum!