Minni líkur – meiri von

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 101 990 kr.
spinner

Minni líkur – meiri von

990 kr.

Minni líkur - meiri von
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 101 990 kr.
spinner

Um bókina

Ég leit á Mónu. Ég þekkti engan með dáinn hund og dáinn pabba. Það var næstum ekki til. Mamma mundi kalla það litlar líkur. Og enn minni líkur voru á því að einhver ætti dána mús, dáinn hund og dáinn pabba. „Viltu gefa mér mús?“ spurði ég mömmu.

Bíbí er hrædd. Pabbi hennar er læknir og enn á ný farinn til lands þar sem geisar stríð. Hann vill hjálpa fólki en Bíbí vill bara að hann komi heill heim. Mamma fullyrðir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að pabbi lifi af. En hvað í ósköpunum eru líkur og getur Bíbí einhvern veginn haft áhrif á þær?

Marjolijn Hof hlaut tvær Gylltar uglur, virtustu barnabókaverðlaun Hollands, fyrir Minni líkur – meiri von, aðra frá dómnefnd fagfólks og hina frá dómnefnd skipaðri börnum og unglingum. Hún hefur skrifað fjölmargar vinsælar barnabækur og vinnur um þessar mundir að sögu sem gerist á Íslandi.

Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi.

****
„Hvers vegna ákveður fólk leggja líf sitt og limi í hættu fyrir bláókunnugt fólk í fjarlægu landi? Og hvernig er hægt að réttlæta það fyrir ástvinum sínum? Þetta eru stórar spurningar og engin einhlít svör við þeim. En þeim er svarað að vissu marki í sérlega skemmtilegri, frumlegri og einlægri bók, sem ætti ekki síður að höfða til fullorðinna en barna. Hinir fullorðnu vita ekkert frekar svörin heldur en börnin, en svarið er kannski í sögunni um hrædda manninn sem þorir ekki út fyrir hússins dyr vegna ótta við allar heimsins hættur.
Stundum er kvartað yfir því að viðfangsefni barnabóka séu helst til einhæf. En þessi bók ætti að afsanna slíkar kenningar, því hér er fjallað um „alvörumál“ á hlýlegan og skemmtilegan hátt.
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið


„Þrátt fyrir að hér sé verið að fjalla um erfiða atburði í lífi Bíbíar, illviðráðanlegar tilfinningar, óvissu og hræðslu er frásögnin aldrei niðurdrepandi eða þung. Hún er hins vegar alvarleg og er bæði grátbrosleg og einlæg og hugsunum og tilfinningum Bíbíar er lýst á hátt sem er fullur innsæis og skilnings. Þetta er bók sem tekur á að lesa en það á hátt sem gerir lestrarupplifunina svo mikið innihaldsríkari.“
María Bjarkadóttir, Bókmenntavefurinn

Minni líkur – meiri von er bók sem tekst á við alvarleg og raunveruleg málefni, áhyggjur, veikindi og dauða og hvernig í ósköpunum barn (og í raun fullorðnir líka) eigi að tækla þessi stóru mál sem í grunninn við ráðum yfirleitt litlu um. Það besta við bókina er þó mögulega að hún býður ekki upp á neinar einfaldar lausnir – hún er ekki með svörin en hún er með mjög góðar spurningar sem hverju barni og foreldri er hollt að velta fyrir sér. En allt þetta væri auðvitað fullkomlega tilgangslaust ef hún væri ekki skemmtilega skrifuð, með sannfærandi persónum, góðu plotti og fyndnum atburðum – en allt þetta uppfyllir hún með glans!“
Maríanna Clara Lúthersdóttir / Druslubækur og doðrantar (www.bokvit.blogspot.com)

„Hrífandi saga um alvarleg málefni en þó í léttum dúr.“
De Standard (Belgíu)

„Bók sem lifir lengi með manni.“
Kinderbuch-Couch (Þýskalandi)

„Falleg, grípandi, fyndin og frábærlega vel skrifuð.“
Les petites histoires (Frakklandi)

„Upplögð bók fyrir breiðan aldurshóp . . . Ég mæli sterklega með henni.“
CM Magazine

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning