Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2000 20 1.315 kr.

Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni

1.315 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2000 20 1.315 kr.

Um bókina

Það óraði fáa fyrir vinsældum sögunnar hans Werners Holzwarth um pirruðu moldvörpuna þegar hún kom fyrst út í Þýskalandi árið 1989. Útgefendur höfðu hrist kolla sína og sagt höfundinum að enginn myndi vilja lesa sögu sem fjallaði um moldvörpu með kúk á hausnum. En nú hefur bókin verið þýdd á tæplega 30 tungumál og selst í milljónum eintaka um allan heim.

Hugmyndina fékk Holzwarth reyndar frá þriggja ára syni sínum sem á tímabili var mjög naskur á að finna hundaskít í nærumhverfi sínu. Og sem betur fer gafst Holzwarth ekki upp því bókin með langa titilinn, Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni, er hreint dásamlega skemmtileg aflestrar, afskaplega fyndin og mjög upplýsandi fyrir unga lesendur sem á stundum velta mikið fyrir sér afurðum óæðri endans. Myndirnar í bókinni, haglega teiknaðar af Wolf Erlbruch, hafa líka vakið mikla eftirtekt og kátínu.

Bókin kom fyrst hérlendis í þýðingu Þórarins Eldjárn fyrir tíu árum en seldist þá upp með hraði og var endurprentuð trekk í trekk. Hún hefur síðan verið ófáanleg í nokkur ár þangað til nú.

Saga þessi höfðar til lesenda á öllum aldri og af henni má læra ýmislegt gagnlegt, t.d. um réttlætiskennd, þrautseigju og hvað er best að gera þegar einhver skítur á mann.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning